Ferill

Tanja Hotz kynntist tónlistinni snemma í barnæsku, þar sem hún fékk leiðsögn hjá móður sinni og gerði fyrstu tilraunir sínar til tónsmíða. Hún var nemandi í Tónlistarskólanum í Zug, Sviss og á unglingsaldri hlaut hún fjölda viðurkenninga fyrir píanóleik í svissneskum tónlistar-keppnum. Jafnframt píanóinu, stundaði hún fiðluleik, þverflautu, einsöng og selló, ásamt hljómfræðigreinum og tónsmíðanámskeiðum.

 

Eftir súdentsprófið hóf Tanja nám í píanóleik hjá Adrian Oetiker í Tónlistarháskólanum í Basel með tónsmíðar og frjálsan spuna sem valgreinar og lauk hún BA-námi 2014 með viðurkenningu. Hún kláraði síðan MA-nám sem einleikari á píanó hjá Adrian Oetiker í Tónlistarháskólanum í München. Í framhaldi af því stundaði hún nám í tónsmíðum og hljómfræðigreinum í Tónlistarháslólanum í Vín undir leiðsögn Martins Lichtfuss og jafnframt fékk hún þar píanókennslu hjá Lilya Zilberstein. í Tónlistarháskólanum í Zürich tók við nám í píanókennslufræðum undir leiðsögn Eckart Heiligers og lauk hún þar MAþ prófi 2020.

 

Alþjóðleg tónlistarnámskeið stundaði hún meðal annars undir leiðsögn píanókennaranna Francois Kilian, Adrian Oetiker, Dimitri Alexeev, Lilya Zilberstein, Pascal Devoyon og Felix Gottlieb. 

 

Tónleikahald hennar fyrir utan Sviss hefur verið í Þýskalandi, Austurríki og á Íslandi. Frá og með haustinu 2020 hefur hún verið starfandi sem píanókennari í Tónlistarskólanum í Basel.