Ferill

Svissneski/íslenski píanóleikarinn og tónskáldið Tanja Hotz kynntist tónlistinni snemma í barnæsku, þar sem hún fékk leiðsögn hjá móður sinni og gerði fyrstu tilraunir sínar til tónsmíða.

 

Hún hlaut fjölda viðurkenninga fyrir píanóleik í svissneskum tónlistarkeppnum fyrir unglinga og 1. verðlaun í svæðiskeppni í tónsmíðum í Sviss. Í úrslitum svissnesku tónlistarkeppninnar 2011 hlaut hún 1. verðlaun ásamt sérstakri viðurkenningu fyrir píanóflutning sinn. Löngunin til að læra á fjölmörg hljóðfæri tengdist áhuga hennar á tónsmíðum. Jafnframt píanóinu, stundaði hún fiðluleik, þverflautu, einsöng og selló, ásamt hljómfræðigreinum og tónsmíðanámskeiðum.

 

Eftir súdentsprófið hóf Tanja nám í píanóleik hjá Adrian Oetiker í Tónlistarháskólanum í Basel með tónsmíðar og frjálsan spuna sem valgreinar og lauk hún Bachelornámi 2014 með viðurkenningu. Í framhaldi af því lauk hún MA-námi hjá Adrian Oetiker í Tónlistarháskólanum í München 2016 með ágætum árangri.

 

Alþjóðleg tónlistarnámskeið stundaði hún meðal annars undir leiðsögn píanókennaranna Francois Kilian, Adrian Oetiker, Dimitri Alexeev, Lilya Zilberstein, Pascal Devoyon og Felix Gottlieb.

 

Síðan haustið 2016 stundar Tanja nám í tónsmíðum hjá Martin Lichtfuss í Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Jafnframt vinnur hún áfram við píanóleik undir leiðsögn Lilyu Zilberstein í Vín.